16 km

Upp á hól, það fer að rigna,
niður brekku, yfir á
upp þá aftur, byrjað blotna
renna, detta, niður kletta,
hrasa, togna - setjast niður

-andvarp

friður,
fuglasöngur,
þoka, rigning, vindur blæs
sitja, borða, þett'er "næs".

Alla daga, til fjalla fara,
ganga létt og leika sér.
Komast inn í fjallakofa
í svefnpoka
og fara að sofa.

Read More
Undir morgun

Og sólin skein á mig
er ég settist við sjóinn.
Og hún yljaði þér,
þá bjartur var flóinn.

Og sólin skein á okkur
er vaknaði kjóinn.
Og lífið stóð í stað
- hvert andartak var eilífð -
er við sátum við sjóinn.

(Bíldudalur, Arnarfirði, 30.06.2013)

Read More
Sólin

Minnist ég ávallt sólarinnar
sem á sumrin fór á stjá,
Margir dagar æsku minnar
liðu með hennar heitu þrá.

Því að sólin líf mitt nærði
og það gladdi hjarta mitt,
eins og þegar hún mér færði
elsku blessað hjarta þitt.

Read More
Skriffæri

Ég er bara blýantur

sem reynir að spinna sögu
sem við getum átt saman

en af einhverjum ástæðum
ertu eins og
alltof æst strokleður
sem eyðir því sem ég segi

svo ég hætti að trúa því
að þú sért í rauninni blýantur
eins og ég…

Read More