Já. Jesúa
Ha Nostri
krossfestur
á höfuðkúpuhæðinni í Jerúsalem
en núna er þar ekkert nema ryk
og sprengjur
og svoleiðis
manndrepandi
rusl og drasl.
Upp á hól, það fer að rigna,
niður brekku, yfir á
upp þá aftur, byrjað blotna
renna, detta, niður kletta,
hrasa, togna - setjast niður
-andvarp
friður,
fuglasöngur,
þoka, rigning, vindur blæs
sitja, borða, þett'er "næs".
Alla daga, til fjalla fara,
ganga létt og leika sér.
Komast inn í fjallakofa
í svefnpoka
og fara að sofa.
Og sólin skein á mig
er ég settist við sjóinn.
Og hún yljaði þér,
þá bjartur var flóinn.
Og sólin skein á okkur
er vaknaði kjóinn.
Og lífið stóð í stað
- hvert andartak var eilífð -
er við sátum við sjóinn.
(Bíldudalur, Arnarfirði, 30.06.2013)
Read MoreÉg sakna lyktarinnar
af nýslegnu grasi.
Á sama tíma
er alltaf einhver að grilla
við brak í trampólíni
og lóan er löngu komin.
Read MoreAgndofa starði ég stjörnurnar á,
- leiftra yfir himinn sá
norðurljósin, græn og bleik,
dansa sem í léttum leik.
Aldrei hélt ég elska myndi
meira annað augnayndi.
Read MoreMinnist ég ávallt sólarinnar
sem á sumrin fór á stjá,
Margir dagar æsku minnar
liðu með hennar heitu þrá.
Því að sólin líf mitt nærði
og það gladdi hjarta mitt,
eins og þegar hún mér færði
elsku blessað hjarta þitt.
Einu sinni bezt
í heimi
óx um ásmegin
litla Ísland
en tapaði svo.
Þá man ég
er Þór í reif
járnin og jörð skalf….
Liggur á gólfinu,
þvingað bros,
sofandi aumur
við hlið,
hvað fæ ég í staðinn?….
Ég er bara blýantur
sem reynir að spinna sögu
sem við getum átt saman
en af einhverjum ástæðum
ertu eins og
alltof æst strokleður
sem eyðir því sem ég segi
svo ég hætti að trúa því
að þú sért í rauninni blýantur
eins og ég…
Sá ég sögu,
sem sögð var í sól,
flækingur sem fann
fegurðina í lífinu,
gekk niður götuna,
gefandi ást,
þegjandi hann brosti
þegar lífið brást.
Kuldalegur dalurinn
fullur af þoku
sem hríslast
niður á milli herðablaðanna.
Ég finn hvernig bakið tekur að bogna,
trén svigna,
og fuglarnir þagna…
Ég sit á bekknum
Undir furunni
Og anda að mér hári þínu.
Þú ert sem framandi ávöxtur
Sem hefur dáið áfengisdauða
Í hlýju faðmlagi mínu
- og ég verð ekki heppin í nótt.
Dökk augun éta þig lifandi
og áður en þú veist af
ertu fangi hugaróra
og sleppur aldrei.
Veikleiki þinn.
Að eilífu.
Augun.