Veður II
Stormurinn
hríslast um mig
að innan.
Veðurathugunarstöðin
úti í buska
mælir kviðurnar
- aldrei hefur sálin mín ferðast jafn hratt
jafn marga metra á sekúndu.
Stormurinn
hríslast um mig
að innan.
Veðurathugunarstöðin
úti í buska
mælir kviðurnar
- aldrei hefur sálin mín ferðast jafn hratt
jafn marga metra á sekúndu.