tíminn
Tíminn er tilbúningur.
Þótt einhverjar plánetur snúist um sólir,
tungl og skuggar gefi til kynna nótt
andspænis degi,
Þótt frumurnar
í líkama mínum taki breytingum og
andlegur þroski minn líka
þá er tíminn samt bara tilbúningur
(uppspuni mannanna)
því ég finn að með þér þá bærist hann ekki
hvert andartak er eilífð
og eilífðin er dægurfluga.
Fyrst tíminn er tilbúningur,
viltu þá ekki vera hér
örlítið lengur
?