Einbeitingarleysi
Skortur á einbeitingu. Það er eins og það sé einhver grautur í hausnum á mér. Svefnleysið farið að skapa einbeitingarleysi. Hausverkurinn skapar einbeitingarleysi. Vöðvabólgan skapar einbeitingarleysi. Heimavinna á föstudegi, einfaldar textaþýðingar - skapa einbeitingarleysi. Bakverkir skapa óróleika, skapa einbeitingarleysi. Tilhlökkun til helgarinnar - skapar einbeitingarleysi. Fallegt útsýni, skapar einbeitingarleysi. Nýja brumið á trjánum skapar einbeitingarleysi.
Mig langar alls ekki í kaffi. Kannski myndi það bæta einbeitinguna.
Það er dauð fluga í gluggakistunni. Álíka kraftmikil og einbeitingin mín þessa stundina.
Ég hlæ að - og með - sjálfri mér. Ef þetta er það helsta sem hrjáir mig þennan föstudaginn þá hlýtur lífið að vera bara á ágætri siglingu. Fer og hita mér afganga í örbylgjuofni. Einbeitt.
Kannski er ég bara svöng.