Stara í gegnum gler

Ég sit og horfi út um gluggann við skrifborðið mitt í vinnunni. Glerið er með áferð sem minnir helst á að horfa í gegnum vatn. Ég er undir yfirborðinu og horfi á byggingarnar allt í kring rísa upp úr djúpinu, gnæfa yfir mig, og ég teygi hálsinn til að ná smá bláum himni, sem þýtur hjá, milli skýjanna.

Þegar það er alveg skýjað fæ ég móral. Því ég er þjökuð af sólarsamviskubiti, ein í París, á meðan það er hitabylgja heima á Íslandi. Þá hlýtur að eiga að vera sól hjá mér á meðan.

public.jpeg