Mirikam

Vegvísir & Hamsa / Ísland & Egypt

Miram. ;otoam. Miria.

Miiram.

Ég skal viðurkenna það hér og nú að stundum á ég í hálfgerðu basli sjálf með að skrifa mitt eigið nafn á lyklaborð þegar ég er að skrifa í flýti. Hef oft velt því fyrir mér hversu vandræðalegt það væri ef ég skrifaði undir mikilvæga tölvupósta með stafsetningavillu í mínu eigin nafni.

Þið fyrirgefið mér það þá, ef það gerist.

Annars er hér til hliðar mynd af nýja flúrinu sem ég fékk mér fyrir viku heima á Íslandi.

vegvísir.png

Vegvísir

Beri maður stafi þessa á sér villist maður ekki í hríðum né vondu veðri þó ókunnugur sé.