.

View Original

Þú sefur

Sumarið mitt, þú sefur.

Á koddanum starði ég

í grænar mosabreiður

og sofnaði í grænni laut.

Í svefni leitaði ég vara þinna

og vaknaði við djúpan koss í næturhúminu.

Sumarið mitt, þú sefur norðan heiða.