.

View Original

16 km

Upp á hól, það fer að rigna,
niður brekku, yfir á
upp þá aftur, byrjað blotna
renna, detta, niður kletta,
hrasa, togna - setjast niður

-andvarp

friður,
fuglasöngur,
þoka, rigning, vindur blæs
sitja, borða, þett'er "næs".

Alla daga, til fjalla fara,
ganga létt og leika sér.
Komast inn í fjallakofa
í svefnpoka
og fara að sofa.