.

View Original

Í 35 þúsund fetum

Í myrkrinu inni í flugvél Austrian Airlines reyndi ég að hripa niður hugsanir í bleika stílabók. Hugsanir sem annars hefðu staðnæmst þarna ofar skýjunum á meðan ég hefði sjálf haldið ferðalaginu áfram.

Norðurljósin dönsuðu á dimmbláum himninum fyrir ofan flugvélina og margir ferðalangarnir þustu út að gluggum. Einn maður reyndi ítrekað að taka myndir en síminn hans gerði það alltaf með flassi, svo hann hefur væntanlega ekkert fest á filmu.

Þarna í myrkrinu sat ég og hripaði niður eitthvað sem kannski verður úr ljóð einn daginn. Ég kom því ágætlega í orð fyrr í dag á enska blogginu mínu en hér ætla ég að leyfa því að birtast alveg hráu.

Það er ekkert ofar skýjunum nema stjörnur, norðurljós og myrkur himingeimurinn. Þar eru líka draumórar mínir sem spilast í takt við væmin popplög og [ég spái] hvort það sé óhætt að láta sig dreyma.